1. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. september 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 10:12
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tengdist fundinum með fjarfundarbúnaði kl. 10.02.

Bókað:

1) Kynning á þingmálaskrá innviðaráðherra Kl. 09:30
Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mætti á fund nefndarinnar ásamt Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, Hólmfríði Bjarnadóttur skrifstofustjóra og Lísu Margréti Sigurðardóttur lögfræðingi. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og formaður starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður innviðaráðherra. Þau kynntu niðurstöðu skýrslu starfshópsins frá maí 2022 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:04